Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2014 14:52 Sigmundur og Bjarni tjáðu sig um virðisaukaskattkerfið á annan hátt þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira. Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
„Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira.
Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42
Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent