Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst í norðvestanverðum Vatnajökli frá miðnætti.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um fimmtán þeirra hafi verið við norðurenda berggangsins og mældist sá stærsti 5,1 stig skömmu eftir klukkan eitt í nótt, 8,4 kílómetra aust-norðaustur af Bárðarbungu.
Minni skjálftar hafa einnig mælst við Tungnafellsjökil, Öskju og í kringum Herðubreið.
Gosvirkni í Holuhrauni virðist vera svipuð og síðustu daga.

