Áfram í fremstu röð? Ísak Rúnarsson skrifar 7. október 2014 07:00 Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun