Eitt erfiðasta verkefnið í 80 ára sögu Landspítalans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 21:39 Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“ Ebóla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“
Ebóla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira