Eitt erfiðasta verkefnið í 80 ára sögu Landspítalans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 21:39 Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“ Ebóla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“
Ebóla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira