Júníus, Vök og Karin frumflytja nýtt efni á netinu 16. október 2014 23:30 Síðan var sett í loftið til að hita upp fyrir Iceland Airwaves. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin frumflytja efni á nýjum vef, sem Landsbankinn setti í loftið til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem nálgast óðfluga. Airwaves fer fram dagana 5. til 9. nóvember og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin koma öll fram á hátíðinni en Landsbankinn hefur einnig fengið þau til liðs við sig til að koma fram á off-venue tónleikum í aðalútibúi bankans við Austurstræti laugardaginn 8. nóvember. Í tilefni af því gerði bankinn flottan vef með sveitunum þar sem finna má ný lög, eldri lög í nýjum búningum og viðtöl. Vefinn er að finna á slóðinni landsbankinn.is/icelandairwaves. „Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi. Landsbankinn og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill í tilefni þess styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og er það liður í þeirri stefnu bankans að sinna samfélagslegri ábyrgð sinni á virkan hátt og styðja við listir og menningu í landinu,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndbandanna sem tekið var upp fyrir síðuna. Þar flytur Júníus Meyvant lagið Color Decay, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í sumar og hefur einnig vakið lukku utan landsteina. Airwaves Tónlist Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Júníus Meyvant, Vök og Young Karin frumflytja efni á nýjum vef, sem Landsbankinn setti í loftið til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem nálgast óðfluga. Airwaves fer fram dagana 5. til 9. nóvember og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin koma öll fram á hátíðinni en Landsbankinn hefur einnig fengið þau til liðs við sig til að koma fram á off-venue tónleikum í aðalútibúi bankans við Austurstræti laugardaginn 8. nóvember. Í tilefni af því gerði bankinn flottan vef með sveitunum þar sem finna má ný lög, eldri lög í nýjum búningum og viðtöl. Vefinn er að finna á slóðinni landsbankinn.is/icelandairwaves. „Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi. Landsbankinn og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill í tilefni þess styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og er það liður í þeirri stefnu bankans að sinna samfélagslegri ábyrgð sinni á virkan hátt og styðja við listir og menningu í landinu,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndbandanna sem tekið var upp fyrir síðuna. Þar flytur Júníus Meyvant lagið Color Decay, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í sumar og hefur einnig vakið lukku utan landsteina.
Airwaves Tónlist Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira