Frumflutningur á Vísi: Old Snow gefur tóninn fyrir það sem koma skal Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 12:30 mynd/sigga ella Hljómsveitin Oyama frumflytur nýtt lag, Old Snow, á Vísi í dag. Lagið er það fyrsta sem heyrist af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Coolboy, sem er væntanleg með haustinu en beðið hefur verið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu frá því að hljómsveitin gaf út stuttskífu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 29. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna. Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick.Lagalisti Coolboy:1. Old Snow2. The Right Amount3. The Cat Has Thirst4. Another Day5. Overflow6. Siblings7. Lung Breathers8. Don't Be Sad Because of People, They Will All Die9. Sweet Ride Í kjölfar útgáfu Coolboy munu Oyama koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess sem fyrirhugaðir útgáfutónleikar eru í bígerð og verður tilkynnt um þá síðar. Jafnframt fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Japan til að fylgja eftir útgáfu Coolboy þar í landi. Meðal staðfestra tónleika er framkoma á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tokyo, auk tveggja annara tónleika þar, en auk þess kemur hljómsveitin fram á tónleikum í Osaka með “Íslandsvinunum” í japönsku sveitinni Vampillia sem er afar þekkt nafn þar ytra. Airwaves Tónlist Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Oyama frumflytur nýtt lag, Old Snow, á Vísi í dag. Lagið er það fyrsta sem heyrist af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Coolboy, sem er væntanleg með haustinu en beðið hefur verið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu frá því að hljómsveitin gaf út stuttskífu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 29. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna. Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick.Lagalisti Coolboy:1. Old Snow2. The Right Amount3. The Cat Has Thirst4. Another Day5. Overflow6. Siblings7. Lung Breathers8. Don't Be Sad Because of People, They Will All Die9. Sweet Ride Í kjölfar útgáfu Coolboy munu Oyama koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess sem fyrirhugaðir útgáfutónleikar eru í bígerð og verður tilkynnt um þá síðar. Jafnframt fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Japan til að fylgja eftir útgáfu Coolboy þar í landi. Meðal staðfestra tónleika er framkoma á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tokyo, auk tveggja annara tónleika þar, en auk þess kemur hljómsveitin fram á tónleikum í Osaka með “Íslandsvinunum” í japönsku sveitinni Vampillia sem er afar þekkt nafn þar ytra.
Airwaves Tónlist Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira