"Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2014 21:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“ Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“
Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira