Aðeins 11 af 31 hefðu verið kosnir efnilegastir undir nýja fyrirkomulaginu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 13:44 Elías Már Ómarsson var mjög góður með Keflavík í sumar. vísir/valli Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði sex mörk í 20 leikjum fyrir Suðurnesjaliðið í sumar, var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af öðrum leikmönnum deildarinnar. Elías Már, sem er fæddur árið 1995 og er 19 ára gamall, fékk verðlaunin á lokahófi KSÍ sem haldið var í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum í gær. Þó Elías hafi staðið sig frábærlega í sumar kom mörgum á óvart að Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki verið valinn, en hann skoraði ellefu mörk í 21 leik og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.Ólafur Karl Finsen var líklegur að margra mati en hann var ekki gjaldgengur.vísir/daníelMálið er að Ólafur Karl var ekki gjaldgengur því KSÍ breytti aldursviðmiðinu fyrir kjörið í ár, en þetta staðfestir ÞórirHákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Í stað þess að mega kjósa þá sem gjaldgengir eru í U21 árs landsliðið og geta því verið á 22. aldursári er nú miðað við að kjósa þá stráka og stelpur sem eru ekki eldri en á 19. aldursári, það er þá sem eru enn gjaldgengir í 2. flokk.Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, vakti fyrst athygli á þessu þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: „Ánægður með að Aron Elís [Þrándarson, Víkingi] var valinn efnilegstur hjá [fótbolta].net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu“ Aðspurður hver ástæðan væri svaraði hann: „Stóð á blaðinu að leikmenn mættu ekki vera eldri en '95 [módel].“ Og hann bætti svo við: „Valið breyttist í það að spurja 2. flokks strákanna hverjir væru 95 í deildinni.“Aron Elís Þrándarson er fæddur 1994 og var ekki gjaldgengur í ár.vísir/andri marinóLeikmenn Pepsi-deildarinnar gátu því ekki kosið nokkra góða sem eru á U21 árs landsliðs aldri þó þeir hefðu viljað það. Þar má nefna spilara á borð við Ólaf Karl Finsen (1992), samherja hans MartinRauschenberg í Stjörnunni (1992) og Aron Elís Þrándarson sem fæddur er 1994. Þetta var í 31. sinn sem leikmenn í efstu deild kusu þann efnilegasta, en fyrst fór fram leikmannakjör eftir tímabilið 1984 þegar BjarniSigurðsson, markvörður ÍA, var kosinn bestur og GuðniBergsson, varnarmaður í Val, var kosinn efnilegastur. Vísir tók saman listann yfir þá sem hafa verið kosnir efnilegastir og kemur í ljós að aðeins ellefu af þeim 31 sem hreppt hafa verðlaunin í sögu þeirra væru gjaldgengir undir núverandi fyrirkomulagi. Þar af eru aðeins fjórir gjaldgengir á síðustu átján árum.Sautján ára gamall Jóhann Berg Guðmundsson á fullri ferð gegn KR 2008.vísir/antonÞeir sem hafa verið kosnir undanfarin ár; Arnór Ingvi Traustason, Keflavík, Jón Daði Böðvarsson, selfossi, Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki og Alfreð Finnbogason, Breiðabliki, hefðu ekki fengið verðlaunin hefði þá verið miðað við annan flokks aldurinn. Sá síðasti sem var gjaldgengur undir núverandi fyrirkomulagi er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton á Englandi og íslenska landslisðins, en hann var 17 ára þegar hann var kosinn efnilegastur af leikmönnum deildarinnar sumarið 2008.Ár - Leikmaður, Lið - fæddur árið - (gjaldgengur?)2014Elías Már Ómarsson, Keflavík - 1995 (já)2013 Arnór Ingvi Traustason, Keflavík - 1993 (nei)2012 Jón Daði Böðvarsson, Selfossi - 1992 (nei)2011 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV - 1990 (nei)2010 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki - 1990 (nei)2009 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki - 1989 (nei)2008Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðabliki - 1990 (já)2007 Matthías Vilhjálmsson, FH - 1987 (nei)2006 Birkir Már Sævarsson, Val - 1984 (nei)2005 Hörður Sveinsson, Keflavík - 1983 (nei)2004 Emil Hallfreðsson, FH - 1984 (nei)2003 Ólafur Ingi Skúlason, Fylki - 1983 (nei)2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV - 1982 (nei)2001Grétar Rafn Steinsson, ÍA - 1982 (já)2000Helgi Valur Daníelsson, Fylki - 1981 (já)1999 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík - 1977 (nei)1998 Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR - 1977 (nei)1997 Sigurvin Ólafsson, ÍBV - 1976 (nei)1996Bjarni Guðjónsson, ÍA - 1979 (já)1995 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV - 1974 (nei)1994Eiður Smári Guðjohnsen, Val - 1978 (já)1993 Þórður Guðjónsson, ÍA - 1973 (nei)1992 Arnar Gunnlaugsson, ÍA - 1973 (já)1991Arnar Grétarsson, Breiðabliki - 1972 (já)1990 Steinar Guðgeirsson, Fram - 1971 (já)1989 Ólafur Gottskálksson, ÍA - 1968 (nei)1988 Arnljótur Davíðsson, Fram - 1968 (nei)1987Rúnar Kristinsson, KR - 1969 (já)1986 Gauti Laxdal, Fram - 1966 (nei)1985 Halldór Áskelsson, Þór - 1965 (nei)1984Guðni Bergsson, Val - 1965 (já)Ánægður með að Aron Elís var valinn efnilegstur hjá .net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) October 17, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði sex mörk í 20 leikjum fyrir Suðurnesjaliðið í sumar, var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af öðrum leikmönnum deildarinnar. Elías Már, sem er fæddur árið 1995 og er 19 ára gamall, fékk verðlaunin á lokahófi KSÍ sem haldið var í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum í gær. Þó Elías hafi staðið sig frábærlega í sumar kom mörgum á óvart að Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki verið valinn, en hann skoraði ellefu mörk í 21 leik og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.Ólafur Karl Finsen var líklegur að margra mati en hann var ekki gjaldgengur.vísir/daníelMálið er að Ólafur Karl var ekki gjaldgengur því KSÍ breytti aldursviðmiðinu fyrir kjörið í ár, en þetta staðfestir ÞórirHákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Í stað þess að mega kjósa þá sem gjaldgengir eru í U21 árs landsliðið og geta því verið á 22. aldursári er nú miðað við að kjósa þá stráka og stelpur sem eru ekki eldri en á 19. aldursári, það er þá sem eru enn gjaldgengir í 2. flokk.Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, vakti fyrst athygli á þessu þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: „Ánægður með að Aron Elís [Þrándarson, Víkingi] var valinn efnilegstur hjá [fótbolta].net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu“ Aðspurður hver ástæðan væri svaraði hann: „Stóð á blaðinu að leikmenn mættu ekki vera eldri en '95 [módel].“ Og hann bætti svo við: „Valið breyttist í það að spurja 2. flokks strákanna hverjir væru 95 í deildinni.“Aron Elís Þrándarson er fæddur 1994 og var ekki gjaldgengur í ár.vísir/andri marinóLeikmenn Pepsi-deildarinnar gátu því ekki kosið nokkra góða sem eru á U21 árs landsliðs aldri þó þeir hefðu viljað það. Þar má nefna spilara á borð við Ólaf Karl Finsen (1992), samherja hans MartinRauschenberg í Stjörnunni (1992) og Aron Elís Þrándarson sem fæddur er 1994. Þetta var í 31. sinn sem leikmenn í efstu deild kusu þann efnilegasta, en fyrst fór fram leikmannakjör eftir tímabilið 1984 þegar BjarniSigurðsson, markvörður ÍA, var kosinn bestur og GuðniBergsson, varnarmaður í Val, var kosinn efnilegastur. Vísir tók saman listann yfir þá sem hafa verið kosnir efnilegastir og kemur í ljós að aðeins ellefu af þeim 31 sem hreppt hafa verðlaunin í sögu þeirra væru gjaldgengir undir núverandi fyrirkomulagi. Þar af eru aðeins fjórir gjaldgengir á síðustu átján árum.Sautján ára gamall Jóhann Berg Guðmundsson á fullri ferð gegn KR 2008.vísir/antonÞeir sem hafa verið kosnir undanfarin ár; Arnór Ingvi Traustason, Keflavík, Jón Daði Böðvarsson, selfossi, Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki og Alfreð Finnbogason, Breiðabliki, hefðu ekki fengið verðlaunin hefði þá verið miðað við annan flokks aldurinn. Sá síðasti sem var gjaldgengur undir núverandi fyrirkomulagi er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton á Englandi og íslenska landslisðins, en hann var 17 ára þegar hann var kosinn efnilegastur af leikmönnum deildarinnar sumarið 2008.Ár - Leikmaður, Lið - fæddur árið - (gjaldgengur?)2014Elías Már Ómarsson, Keflavík - 1995 (já)2013 Arnór Ingvi Traustason, Keflavík - 1993 (nei)2012 Jón Daði Böðvarsson, Selfossi - 1992 (nei)2011 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV - 1990 (nei)2010 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki - 1990 (nei)2009 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki - 1989 (nei)2008Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðabliki - 1990 (já)2007 Matthías Vilhjálmsson, FH - 1987 (nei)2006 Birkir Már Sævarsson, Val - 1984 (nei)2005 Hörður Sveinsson, Keflavík - 1983 (nei)2004 Emil Hallfreðsson, FH - 1984 (nei)2003 Ólafur Ingi Skúlason, Fylki - 1983 (nei)2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV - 1982 (nei)2001Grétar Rafn Steinsson, ÍA - 1982 (já)2000Helgi Valur Daníelsson, Fylki - 1981 (já)1999 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík - 1977 (nei)1998 Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR - 1977 (nei)1997 Sigurvin Ólafsson, ÍBV - 1976 (nei)1996Bjarni Guðjónsson, ÍA - 1979 (já)1995 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV - 1974 (nei)1994Eiður Smári Guðjohnsen, Val - 1978 (já)1993 Þórður Guðjónsson, ÍA - 1973 (nei)1992 Arnar Gunnlaugsson, ÍA - 1973 (já)1991Arnar Grétarsson, Breiðabliki - 1972 (já)1990 Steinar Guðgeirsson, Fram - 1971 (já)1989 Ólafur Gottskálksson, ÍA - 1968 (nei)1988 Arnljótur Davíðsson, Fram - 1968 (nei)1987Rúnar Kristinsson, KR - 1969 (já)1986 Gauti Laxdal, Fram - 1966 (nei)1985 Halldór Áskelsson, Þór - 1965 (nei)1984Guðni Bergsson, Val - 1965 (já)Ánægður með að Aron Elís var valinn efnilegstur hjá .net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) October 17, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08