Kristinn Jónsson ekki á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 13:00 Kristinn Jónsson er með samning við Breiðablik út næsta tímabil. vísir/vill Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira