Allt að 90% verðmunur á lausasölulyfjum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 11:26 Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Vísir Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ. Lyf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ.
Lyf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira