Jungle hættir við tónleika á Airwaves Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:13 Breska sveitin Jungle hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst á morgun. Tónleikar sveitarinnar áttu að fara fram í Gamla bíói á laugardagskvöldið. Í stað Jungle treður íslenska sveitin Retro Stefson upp á þeim tíma sem Jungle átti að fara á svið samkvæmt frétt á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar. Jungle var stofnuð af Josh Lloyd-Watson og Tom McFarland árið 2013 en þeir eru æskuvinir. Sveitin gaf út smáskífuna The Heat í október í fyrra og í desember var hljómsveitin tilnefnd til Sound of 2014-verðlaunanna hjá BBC. Fyrsta plata sveitarinnar, Jungle, kom út í júlí á þessu ári og keppti um Mercury-verðlaunin í september. Samkvæmt frétt á heimasíðu Iceland Airwaves gat hljómsveitin ekki troðið upp á hátíðinni vegna sjónvarpsviðburðar sem sveitin þurfti að sækja. Airwaves Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska sveitin Jungle hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst á morgun. Tónleikar sveitarinnar áttu að fara fram í Gamla bíói á laugardagskvöldið. Í stað Jungle treður íslenska sveitin Retro Stefson upp á þeim tíma sem Jungle átti að fara á svið samkvæmt frétt á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar. Jungle var stofnuð af Josh Lloyd-Watson og Tom McFarland árið 2013 en þeir eru æskuvinir. Sveitin gaf út smáskífuna The Heat í október í fyrra og í desember var hljómsveitin tilnefnd til Sound of 2014-verðlaunanna hjá BBC. Fyrsta plata sveitarinnar, Jungle, kom út í júlí á þessu ári og keppti um Mercury-verðlaunin í september. Samkvæmt frétt á heimasíðu Iceland Airwaves gat hljómsveitin ekki troðið upp á hátíðinni vegna sjónvarpsviðburðar sem sveitin þurfti að sækja.
Airwaves Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira