Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 12:04 "Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega,“ sagði Omos sem gaf skýrslu í gegnum síma. Vísir Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira