„Endanlega frjáls,“ segir Herbert í samtali við Vísi, en hann sótti í morgun um að vera tekinn til gjaldþrotaskipta. „Ég ætla bara að gefast upp með báðum.“ Ástæða þess að Herbert hefur beðið sýslumann um að vera tekinn til gjaldþrotaskipta er um tíu milljóna króna lögkrafa frá húsfélaginu að Prestbakka ellefu til 21.
„Það eina sem menn geta náð af mér núna er að tappa af mér blóðinu.“
Hús Herberts verður boðið upp og annað uppboð verður þann 15. desember, sem er afmælisdagur Herberts. „Þannig að ég fæ rosalega fína jólagjöf í ár.“
Árið 2005 hófust deilur milli eigenda í raðhúsalengjunni við Prestbakka vegna viðgerða þökum húsanna. Upp úr þeim deilum hófust mikil málaferli sem staðið hafa um árabil. Herbert tapaði þeim málaferlum.