Keppendur úr Mjölni stóðu sig gríðarlega vel á móti í brasilísku Jiu-Jitsu í Svíþjóð um helgina.
Alls fékk íslenska liðið fjögur gull, fimm silfur og þrjú brons á þessu stærsta móti Norðurlandanna í brasilísku Jiu-Jitsu.
Í gær vann Marinó Kristjánsson gull og Sigurður Örn Alfonsson brons í -79 kg flokki drengja 16-17 ára.
Þá vann Kristján Helgi Hafliðason silfur í -74 kg flokki drengja í sama aldurshópi.
Dóra Haraldsdóttir vann brons í opnum flokki kvenna með blátt belti.
Loks unnu þeir Sindri Már Guðbjörnsson gull og Nils Alexander Nowenstein brons í opnum flokki hvítbeltinga.
Nánar upplýsingar og heildarúrslit má finna hér.
Mokuðu inn verðlaunum á opna sænska meistaramótinu

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn

