„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2014 20:15 Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00