Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00