Matur

Vegan-hnetusmjörskökur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mmmm.
Mmmm.

Vegan-hnetusmjörskökur

2 bollar heilhveiti
1 bolli hnetusmjör

1 bolli hlynssíróp

1/3 bolli ólífuolía

1 1/2 tsk vanilludropar

1 tsk matarsódi

1 tsk sjávarsalt



Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar. Blandið hnetusmjöri, sírópi, olíu og vanilludropum saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum við og hrærið létt saman. Leyfið skálinni að standa í fimm mínútur og hrærið svo einu sinni til tvisvar í gegnum deigið. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og búið til kúlur úr deiginu. Setjið kúlurnar á plötuna og þrýstið létt á þær með gaffli. Bakið í tíu til ellefu mínútur.

Fengið hér.







×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.