Fyrir þolendur með blóðbragð í munni María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun