Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma Tinni Sveinsson skrifar 26. nóvember 2014 16:30 Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni. Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni.
Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15