Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2014 21:03 Sony neitar því að leyninlegum upplýsingum Xbox-notenda hafi verið stolið. Vísir/AP Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu. Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu.
Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira