Menntamálaráðherra sigraði Steinda Jr. og Fjallið í troðslukeppni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 16:32 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum