Þar sem GameTíví bræður eru að verða eldri en sólin gátu þeir ekki staðist mátið og ákváðu að láta nostalgíuna leika um sig á nýopnaða spilakassasalnum Fredda.
Þarna hittu þeir bræður nokkra gamla kunningja í bland við nýja, en auk spilakassa eru PlayStation 4 vélar á staðnum.
Kíkið í þessa heimsókn GameTíví bræðra og látið ferska vinda fortíðar blása um túberað hárið.
