Dortmund á botninum | Versta byrjun í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2014 22:30 Það var þungt yfir Klopp eftir leikinn í dag. vísir/getty Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn. Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira