Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 13:40 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33