Bandaríkjamenn hafa tekið þessa hugmynd um „hreinleika“ skrefinu lengra og eru nú með heila hugmyndafræði í kringum það að láta dætur játast föður sínum með hring og balli. Þar lofa þær að stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband því þær elski föður sinn og virði og ætli að spara sig fyrir eiginmanninn.
Það virðist ekki vera neitt svigrúm fyrir lesbískar stúlkur eða stúlkur sem vilja ekki játast föður sínum og sjá kannski ekkert athugavert við það að stunda kynlíf.
Þetta viðhorf gagnvart kynlíf hefur ekki haft neinar jákvæðar afleiðingar í för með sér heldur einmitt alið á fáfræði um kynlífi og líkamann.
Þetta er hreyfing sem er sögð byggja á kristilegum boðskap og hér að neðan er heimildarmynd um einmitt þetta fyrirbæri.