Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2014 22:55 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11