Birtu laun Rogen og Franco fyrir The Interview Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2014 13:55 James Franco og Seth Rogen. Vísir/AFP Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira