Inga Elín Cryer stórbætti í morgun Íslandsmetið í 800 m skriðsundi á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Doha í Katar.
Hún synti á 8:38,79 mínútum og bætti þar með eigið met í greininni en það var orðið þriggja ára gamalt. Inga Elín komst þó ekki áfram en hún var í sautjánda sæti af þeim sem kepptu í greininni í morgun.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti í morgun Íslandsmet sitt í 100 m fjórsundi en þetta eru einu tveir keppendur Íslands á mótinu í dag. Hún komst heldur ekki áfram í undanúrslitin.
