Stöð 2 í samstarf við HBO Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:40 Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO. ,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“ Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“
Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira