Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2014 19:45 Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15