Matur

Milky Way-smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Milky Way-smákökur

115 g mjúkt smjör

6 msk kakó

2 msk olía

1/2 bolli púðursykur

1/2 bolli sykur

2 tsk vanilludropar

1/2 tsk salt

1/4 tsk espresso duft

1 egg

1 1/2 bolli hveiti

1/2 tsk matarsódi

1/2 bolli saxað, dökkt súkkulaði

1/4 bolli saxað mjólkursúkkulaði

1/4 bolli saxað, hvítt súkkulaði

1/2 bolli saxað Milky Way



Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötur. Blandið kakó og olíu vel saman í lítilli skál. Blandið smjöri, púðursykri og sykri vel saman í annarri skál. Bætið kakóblöndunni við sem og egginu. Bætið vanilludropum, salti og espresso dufti saman við. Blandið hveiti og matarsóda saman við. Bætið súkkulaðinu og Milky Way saman við með sleif. Búið til kúlur úr deiginu og bakið í 10 til 12 mínútur.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.