Í færslu á Facebook segir Leoncie að lagið sé samið fyrir allt fátæka fólkið í heiminum.
„Jólin snúast ekki um Guð í þessum rotna, gráðuga, efnislega heimi,“ skrifar hún. „Ég samdi þennan jólasmell fyrir milljarða af fátæku fólki í þessum gráðuga heimi því fátækt fólk er miklu meira en eigingjarnir, gráðugir jólakjánar,“ bætir hún við.
Í myndbandi við lagið rennur textinn eftir skjánum og því getur hver sem er sungið með indversku prinsessunni.