„Jólin eru fyrir heimskingja og fólk sem ekki getur hugsað“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2014 11:45 „Ég er feitari með öðruvísi hár núna, (svo ég þekkist ekki),“ segir Páll um myndina vinstra megin. „Þarna er ég jólabarn í 80sinu í Zagreb í Króatíu þar sem ég fæddist,“ segir hann um myndina til hægri. „Gæði upptökunnar eru léleg vegna þess að jólasveinninn hefur ítrekað hunsað beiðnir mínar um græjur. En ég skila að hann sé bissí og allt það,“ segir listamaðurinn Páll Ivan frá Eiðum. Hann gaf í dag út jólalagið Jólin eru fyrir aumingja. Í texta lagsins syngur Páll með annars að jólin séu fyrir aumingja, smábörn, heimskingja og fólk sem getur ekki hugsað. „Nafnið á laginu er komið frá Ástríði Halldórsdóttur vinkonu minni,“ segir Páll og vísar í svar Ástríðar við spurningunni Ertu farin/n að huga að jólunum í dagblaðinu DV. Svaraði hún einfaldlega: „Nei, jól eru fyrir aumingja.“ „Ég sá þennan frasa, Jól eru fyrir aumingja, hjá henni Ástríði og svo var ég andvaka vegna þess að ég hélt að ég væri að fá ælupest í nótt. Þá kom lagið til mín í heild sinni á meðan ég hafði áhyggjur af yfirvofandi uppköstum. False alarm,“ segir Páll. Í laginu hvetur hann fólk einnig til að drepa dýr. „Það er svo sem ekkert meira um lagið að segja annað en að ég hvet fólk endilega til að fórna einu dýri svo sólin komi pottþétt aftur,“ segir listamaðurinn. „Munið bara að drepa ekki eitthvað sem þið elskið. En sólin fílar það samt betur.“ Hér fyrir neðan má lesa texta jólalagsins:Jólin eru fyrir aumingjaJólin eru fyrir aumingjaaumingja og smábörnJólin eru fyrir heimskingjaog fólk sem ekki getur hugsaðEn jólin þurfa ekkjað vera leimþað er alveg hægt að gera beturEkki vera asni og einn af þeimsem fíla eilíft skammdegi og veturNei kauptu þér hnífog taktu eitt lífog tryggðu að sólin komi afturNei kauptu þér hnífog taktu eitt lífog tryggðu að sólin komi aftur Jólafréttir Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Gæði upptökunnar eru léleg vegna þess að jólasveinninn hefur ítrekað hunsað beiðnir mínar um græjur. En ég skila að hann sé bissí og allt það,“ segir listamaðurinn Páll Ivan frá Eiðum. Hann gaf í dag út jólalagið Jólin eru fyrir aumingja. Í texta lagsins syngur Páll með annars að jólin séu fyrir aumingja, smábörn, heimskingja og fólk sem getur ekki hugsað. „Nafnið á laginu er komið frá Ástríði Halldórsdóttur vinkonu minni,“ segir Páll og vísar í svar Ástríðar við spurningunni Ertu farin/n að huga að jólunum í dagblaðinu DV. Svaraði hún einfaldlega: „Nei, jól eru fyrir aumingja.“ „Ég sá þennan frasa, Jól eru fyrir aumingja, hjá henni Ástríði og svo var ég andvaka vegna þess að ég hélt að ég væri að fá ælupest í nótt. Þá kom lagið til mín í heild sinni á meðan ég hafði áhyggjur af yfirvofandi uppköstum. False alarm,“ segir Páll. Í laginu hvetur hann fólk einnig til að drepa dýr. „Það er svo sem ekkert meira um lagið að segja annað en að ég hvet fólk endilega til að fórna einu dýri svo sólin komi pottþétt aftur,“ segir listamaðurinn. „Munið bara að drepa ekki eitthvað sem þið elskið. En sólin fílar það samt betur.“ Hér fyrir neðan má lesa texta jólalagsins:Jólin eru fyrir aumingjaJólin eru fyrir aumingjaaumingja og smábörnJólin eru fyrir heimskingjaog fólk sem ekki getur hugsaðEn jólin þurfa ekkjað vera leimþað er alveg hægt að gera beturEkki vera asni og einn af þeimsem fíla eilíft skammdegi og veturNei kauptu þér hnífog taktu eitt lífog tryggðu að sólin komi afturNei kauptu þér hnífog taktu eitt lífog tryggðu að sólin komi aftur
Jólafréttir Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira