Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2014 20:37 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún. Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira