Landsliðsþjálfarinn Helena Sverrisdóttir: Nýtt hlutverk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 19:00 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Valli Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum