Eldheimar munu kosta 890 milljónir Freyr Bjarnason skrifar 2. janúar 2014 12:00 Bygging safnsins er komin langt á veg. Þungamiðjan verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í gosinu 1973. Mynd/Óskar pétur friðriksson Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira