Um hirðfífl Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 7. janúar 2014 06:00 Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Hann leyfir sér að kalla menn lýðskrumara og reyndar skrumara líka í grein sem hann nefnir „Um lýðskrumara“. Það fór vel á því að skrifað væri undir samninginn í svartasta skammdeginu enda verkafólk sjaldan eða aldrei séð það svartara í kjaramálum. Á meðan þessar samningaviðræður fóru fram voru fyrirtæki víða um land að verðlauna sína starfsmenn með góðum launahækkunum þvert á markmið nýju kjarasamninganna. Sem dæmi má nefna Samherja sem greiddi hverjum og einum starfsmanni fyrirtækisins í landi allt að hálfa milljón í launaauka á árinu 2013. Fór þetta alveg fram hjá „jafnaðarmanninum“. Menn eru greinilega of uppteknir við skrif þessa dagana til að hlusta á daglegar fréttir. Það verður hins vegar að virða Sighvati „jafnaðarmanni“ það til vorkunnar að hann virðist ekkert inni í þessum málum og skrifar því af mikilli vanþekkingu svo ekki sé meira sagt. Hefur hann lesið yfir kjaramálaályktun þings Starfsgreinasambandsins sem fram fór á Akureyri í október? Þar stendur m.a.: „Þing Starfsgreinasambandsins fordæmir skattabreytingar sem færa tekjuhæstu hópum samfélagsins umtalsverða skattalækkun á meðan skattbyrði láglaunahópa helst óbreytt og krefst þess að því svigrúmi sem er til skattalækkana verði ráðstafað til þeirra sem minnst hafa milli handanna… Þing Starfsgreinasambandsins vill brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hefur ríkt hér á landi á undanförnum árum og áratugum.“ Svokallaðir lýðskrumarar hafa unnið eftir þessari samþykkt þingsins enda kjörnir til þess meðan aðrir formenn stukku frá borði. Það eina rétta í greininni hjá Sighvati er að samningsrétturinn er hjá hverju félagi. En eftirfarandi fullyrðing er úr lausu lofti gripin: „Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín.“ Er von að spurt sé, er ekki allt í lagi? Formenn stéttarfélaga hafa ekki þennan rétt. Þeir verða að sjálfsögðu að sækja umboð til sinna félagsmanna. Ég neita að trúa því að maður eins og Sighvatur sé ekki betur inni í þessum málum en þetta. Sighvatur hafðu skömm fyrir svona fullyrðingar. Það má vel vera að gáfnafar mitt og annarra formanna sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn sé af skornum skammti þrátt fyrir að við höfum sloppið ágætlega frá námi. Sighvatur orðar það svo „smekklega“ að við höfum ekki getu til að svara spurningum fjölmiðlamanna af skynsömu viti, ekki nokkra minnstu getu, skrifar „jafnaðarmaðurinn“ og hallar sér aftur í leðurstólnum á góðum öruggum lífeyri frá ríkinu. Um leið póstar hann greininni og ASÍ birtir hana strax á Facebook-síðu sambandsins. Nokkuð sérstakt en hverju trúir maður ekki upp á talsmenn ASÍ sem eru í nauðvörn þessa dagana. Í leiðinni skammast „jafnaðarmaðurinn“ út í Egil Helgason sem ásamt valinkunnum Íslendingum hefur skrifað málefnalegar greinar um gjörninginn án þess að valta yfir mann og annan með rógburði í neðanbeltisgreinum eins og „jafnaðarmaðurinn“. Sighvatur, eru þessar fullyrðingar dæmi um lýðskrumara? Formenn sem barist hafa fyrir því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna. Formenn sem barist hafa fyrir því að skattalækkanir ríkistjórnarinnar næðu ekki bara til millitekjufólks og hátekjufólks heldur einnig til lágtekjufólks. Formenn sem barist hafa fyrir því að lægstu mánaðarlaun á Íslandi verði ekki lægri en kr. 225.000. Það er lágmarkstekjur fyrir fullt starf á mánuði. Formenn sem barist hafa gegn ójöfnuði og vaxandi fátækt á Íslandi. Sem birtist meðal annars í því að fólk hefur ekki lengur efni á því að sækja sér læknisþjónustu, versla í matinn eða kosta börnin sín í framhaldsnám. Þú vilt kannski meina að lágtekjufólkið sé hluti af sjálfhverfu kynslóðinni sem þér hefur orðið svo tíðrætt um? Lágtekjufólkið sem getur keypt sér 79 lítra af mjólk fyrir hækkunina á mánuði meðan þeir sem tala mest fyrir samþykkt samninganna og leiða Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins geta keypt sér allt að 667 lítra af mjólk fyrir hækkunina sem þeim er ætluð. Þessir menn telja sér trú um að hafa gert vel við tekjulægsta fólkið. Sighvatur, getur verið að þetta séu lýðskrumararnir sem þú áttir við? Til fróðleiks fyrir Sighvat má geta þess að einn af þessum svokölluðum lýðskrumurum og skrifar þessa grein er formaður í rúmlega tvöþúsund manna stéttarfélagi í Þingeyjarsýslum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið m.a. af Starfsgreinasambandi Íslands nýtur Framsýn – stéttarfélag Þingeyinga mestrar virðingar meðal félagsmanna innan aðildarfélaga sambandsins sem telur um 50 þúsund félagsmenn. Niðurstaða könnunarinnar er að 97% félagsmanna Framsýnar bera traust til félagsins og 3% tóku ekki afstöðu til starfsemi félagsins. Miðað við þín skrif eru Þingeyingar upp til hópa lýðskrumarar, hverjir aðrir en sjálfhverfir lýðskrumarar kjósa sér lýðskrumara, eða skrumara til formennsku. En skyldi Sighvatur „jafnaðarmaður“ hafa heyrt talað um hirðfífl, spyr sá sem ekki veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Hann leyfir sér að kalla menn lýðskrumara og reyndar skrumara líka í grein sem hann nefnir „Um lýðskrumara“. Það fór vel á því að skrifað væri undir samninginn í svartasta skammdeginu enda verkafólk sjaldan eða aldrei séð það svartara í kjaramálum. Á meðan þessar samningaviðræður fóru fram voru fyrirtæki víða um land að verðlauna sína starfsmenn með góðum launahækkunum þvert á markmið nýju kjarasamninganna. Sem dæmi má nefna Samherja sem greiddi hverjum og einum starfsmanni fyrirtækisins í landi allt að hálfa milljón í launaauka á árinu 2013. Fór þetta alveg fram hjá „jafnaðarmanninum“. Menn eru greinilega of uppteknir við skrif þessa dagana til að hlusta á daglegar fréttir. Það verður hins vegar að virða Sighvati „jafnaðarmanni“ það til vorkunnar að hann virðist ekkert inni í þessum málum og skrifar því af mikilli vanþekkingu svo ekki sé meira sagt. Hefur hann lesið yfir kjaramálaályktun þings Starfsgreinasambandsins sem fram fór á Akureyri í október? Þar stendur m.a.: „Þing Starfsgreinasambandsins fordæmir skattabreytingar sem færa tekjuhæstu hópum samfélagsins umtalsverða skattalækkun á meðan skattbyrði láglaunahópa helst óbreytt og krefst þess að því svigrúmi sem er til skattalækkana verði ráðstafað til þeirra sem minnst hafa milli handanna… Þing Starfsgreinasambandsins vill brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hefur ríkt hér á landi á undanförnum árum og áratugum.“ Svokallaðir lýðskrumarar hafa unnið eftir þessari samþykkt þingsins enda kjörnir til þess meðan aðrir formenn stukku frá borði. Það eina rétta í greininni hjá Sighvati er að samningsrétturinn er hjá hverju félagi. En eftirfarandi fullyrðing er úr lausu lofti gripin: „Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín.“ Er von að spurt sé, er ekki allt í lagi? Formenn stéttarfélaga hafa ekki þennan rétt. Þeir verða að sjálfsögðu að sækja umboð til sinna félagsmanna. Ég neita að trúa því að maður eins og Sighvatur sé ekki betur inni í þessum málum en þetta. Sighvatur hafðu skömm fyrir svona fullyrðingar. Það má vel vera að gáfnafar mitt og annarra formanna sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn sé af skornum skammti þrátt fyrir að við höfum sloppið ágætlega frá námi. Sighvatur orðar það svo „smekklega“ að við höfum ekki getu til að svara spurningum fjölmiðlamanna af skynsömu viti, ekki nokkra minnstu getu, skrifar „jafnaðarmaðurinn“ og hallar sér aftur í leðurstólnum á góðum öruggum lífeyri frá ríkinu. Um leið póstar hann greininni og ASÍ birtir hana strax á Facebook-síðu sambandsins. Nokkuð sérstakt en hverju trúir maður ekki upp á talsmenn ASÍ sem eru í nauðvörn þessa dagana. Í leiðinni skammast „jafnaðarmaðurinn“ út í Egil Helgason sem ásamt valinkunnum Íslendingum hefur skrifað málefnalegar greinar um gjörninginn án þess að valta yfir mann og annan með rógburði í neðanbeltisgreinum eins og „jafnaðarmaðurinn“. Sighvatur, eru þessar fullyrðingar dæmi um lýðskrumara? Formenn sem barist hafa fyrir því að jafna lífeyrisréttindi landsmanna. Formenn sem barist hafa fyrir því að skattalækkanir ríkistjórnarinnar næðu ekki bara til millitekjufólks og hátekjufólks heldur einnig til lágtekjufólks. Formenn sem barist hafa fyrir því að lægstu mánaðarlaun á Íslandi verði ekki lægri en kr. 225.000. Það er lágmarkstekjur fyrir fullt starf á mánuði. Formenn sem barist hafa gegn ójöfnuði og vaxandi fátækt á Íslandi. Sem birtist meðal annars í því að fólk hefur ekki lengur efni á því að sækja sér læknisþjónustu, versla í matinn eða kosta börnin sín í framhaldsnám. Þú vilt kannski meina að lágtekjufólkið sé hluti af sjálfhverfu kynslóðinni sem þér hefur orðið svo tíðrætt um? Lágtekjufólkið sem getur keypt sér 79 lítra af mjólk fyrir hækkunina á mánuði meðan þeir sem tala mest fyrir samþykkt samninganna og leiða Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins geta keypt sér allt að 667 lítra af mjólk fyrir hækkunina sem þeim er ætluð. Þessir menn telja sér trú um að hafa gert vel við tekjulægsta fólkið. Sighvatur, getur verið að þetta séu lýðskrumararnir sem þú áttir við? Til fróðleiks fyrir Sighvat má geta þess að einn af þessum svokölluðum lýðskrumurum og skrifar þessa grein er formaður í rúmlega tvöþúsund manna stéttarfélagi í Þingeyjarsýslum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið m.a. af Starfsgreinasambandi Íslands nýtur Framsýn – stéttarfélag Þingeyinga mestrar virðingar meðal félagsmanna innan aðildarfélaga sambandsins sem telur um 50 þúsund félagsmenn. Niðurstaða könnunarinnar er að 97% félagsmanna Framsýnar bera traust til félagsins og 3% tóku ekki afstöðu til starfsemi félagsins. Miðað við þín skrif eru Þingeyingar upp til hópa lýðskrumarar, hverjir aðrir en sjálfhverfir lýðskrumarar kjósa sér lýðskrumara, eða skrumara til formennsku. En skyldi Sighvatur „jafnaðarmaður“ hafa heyrt talað um hirðfífl, spyr sá sem ekki veit?
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar