Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Kópavogsbær telur að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi dánarbú Kristjáns Hjaltested Vatnsendaland. Landið er afar verðmætt byggingarland fyrir Kópavog. Fréttablaðið/Valli „Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni. Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni.
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira