Vaxtabætur skornar niður við trog! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 28. janúar 2014 11:00 Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun