Skammtað úr krepptum hnefa Líf Magneudóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því?
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun