Sæstrengur? Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2014 06:00 ESB-ríkin hafa undirgengist skuldbindingar um hlutdeild umhverfisvænnar orku árið 2020. Mörg ríkjanna eiga langt í land með að ná þeim markmiðum og eru því áhugasöm um að finna leiðir til þess. Því velta ýmsir því fyrir sér með hvaða hætti íslensk orka fáist seld undir þeim ívilnunarkerfum sem ríkin nota en sá möguleiki að fá gott verð fyrir raforkuna er ein helsta röksemdin fyrir tengingu Íslands í gegnum sæstreng við evrópska orkukerfið. Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Með það að leiðarljósi skipaði ég sem iðnaðarráðherra þverpólitískan ráðgjafarhóp á árinu 2012 með fulltrúum allra þingflokka og helstu hagsmunaaðila. Má þar nefna fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, náttúruverndarsamtökum, aðilum vinnumarkaðarins og Neytendasamtökunum. Sá hópur skilaði í júní 2013 skýrslu og komst að sameiginlegri niðurstöðu án mótatkvæða og án sérálita sem er nokkuð sérstakt í svona stórum, þverpólitískum hópi. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu ráðgjafarhópsins og er sammála um að vinna þurfi áfram að málinu í samræmi við tillögur hópsins. Nefndin bendir þeim til viðbótar m.a. á að huga þurfi að uppbyggingu innviða hér á landi er varða húshitunarkostnað og dreifingu raforku. Slóðin á skýrslu ráðgjafarhópsins er hér og á nefndarálit atvinnunefndar. Ljóst er að mörg álitamál þarf að skýra áður en ákvörðun er tekin um lagningu strengsins og hagkvæmni slíkrar tengingar þarf að greina. Þó að framleiðsla endurnýjanlegrar raforku og útflutningur hennar um sæstreng falli vel að áherslum græns hagkerfis mun lagning sæstrengs sennilega auka þrýsting á byggingu nýrra virkjana og háspennulína. Lög um rammaáætlun og lög um náttúruvernd eru því undirstaða allrar umræðu um auðlindina og nýtingu hennar. Ég skora á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hún haldi áfram með málið eins og það byrjaði, í þverpólitískum farvegi með breiðri þátttöku hagsmunaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
ESB-ríkin hafa undirgengist skuldbindingar um hlutdeild umhverfisvænnar orku árið 2020. Mörg ríkjanna eiga langt í land með að ná þeim markmiðum og eru því áhugasöm um að finna leiðir til þess. Því velta ýmsir því fyrir sér með hvaða hætti íslensk orka fáist seld undir þeim ívilnunarkerfum sem ríkin nota en sá möguleiki að fá gott verð fyrir raforkuna er ein helsta röksemdin fyrir tengingu Íslands í gegnum sæstreng við evrópska orkukerfið. Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Með það að leiðarljósi skipaði ég sem iðnaðarráðherra þverpólitískan ráðgjafarhóp á árinu 2012 með fulltrúum allra þingflokka og helstu hagsmunaaðila. Má þar nefna fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, náttúruverndarsamtökum, aðilum vinnumarkaðarins og Neytendasamtökunum. Sá hópur skilaði í júní 2013 skýrslu og komst að sameiginlegri niðurstöðu án mótatkvæða og án sérálita sem er nokkuð sérstakt í svona stórum, þverpólitískum hópi. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu ráðgjafarhópsins og er sammála um að vinna þurfi áfram að málinu í samræmi við tillögur hópsins. Nefndin bendir þeim til viðbótar m.a. á að huga þurfi að uppbyggingu innviða hér á landi er varða húshitunarkostnað og dreifingu raforku. Slóðin á skýrslu ráðgjafarhópsins er hér og á nefndarálit atvinnunefndar. Ljóst er að mörg álitamál þarf að skýra áður en ákvörðun er tekin um lagningu strengsins og hagkvæmni slíkrar tengingar þarf að greina. Þó að framleiðsla endurnýjanlegrar raforku og útflutningur hennar um sæstreng falli vel að áherslum græns hagkerfis mun lagning sæstrengs sennilega auka þrýsting á byggingu nýrra virkjana og háspennulína. Lög um rammaáætlun og lög um náttúruvernd eru því undirstaða allrar umræðu um auðlindina og nýtingu hennar. Ég skora á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hún haldi áfram með málið eins og það byrjaði, í þverpólitískum farvegi með breiðri þátttöku hagsmunaaðila.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun