Íslenskur fatahönnuður í Salt & Vinegar Magazine. Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 18:30 Ásgrímur Már Friðriksson Vísir/ Vilhelm „Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listaháskólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nemendur úr skólanum til Kaupmannhafnar og sýna á tískuvikunni. Þá taka nemendurnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ellefu skólum á Norðurlöndunum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá aðilum frá Salt & Vinegar Magazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í íslenska tískuþáttinn sem birtist í skoska tískutímaritinu Salt & Vinegar Magazine í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig langaði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upphaf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoðað myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vafin hálmstrá til að hafa einhvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fatalínu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönnuðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira