Blekkingin um verðtrygginguna afhjúpuð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun