Ákall til alþjóðasamfélagsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 „Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
„Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveruleikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og samkynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkynhneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónuupplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfsvíga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mannréttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórnvöldum og Alþingi gegn þessum mannréttindabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasamstöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggilega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun