Handmálaðar ullarpeysur Sóllilju slá í gegn Ritstjórn Lífsins skrifar 7. mars 2014 16:00 Sóllilja Baltasarsdóttir Vísir/Daníel Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“ Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“
Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira