Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:00 Sverrir þór Sverrisson er þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Vísir/Anton Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti