Búskaparbasl og þjóðarhagur Þórólfur Matthíasson skrifar 7. mars 2014 06:00 Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar