"Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2014 07:00 Talsverður fjöldi fólks mótmælti fyrir framan Alþingishúsið í gær þrátt fyrir ofsaveður. Vísir/Daníel „Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag. ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
„Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag.
ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38
ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14