Af landbúnaði og listum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. mars 2014 07:00 Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar