Metum kennara að verðleikum Skúli Helgason skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar